Friday, September 10, 2010

Starfið fyrir árið 2009 - 2010 og ný stjórn félagsins

Síðastliðinn föstudag tók stjórn Ólafiu á móti nýnemum á mastersstigi með léttum veitingum og spjalli, þar gafst nemendum tækifæri á því að bjóða sig fram í nýja stjórn félagsins ásamt því að kosningar áttu sér stað, úrslit kosningarinnar voru svo tilkynnt seinna um kvöldið þar sem nemendur komu saman og fengu sér bjór og með því 

Í nýju stjórninni sitja þær...

Formaður = Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir
Varaformaður = Anna Guðrún Halldórsdóttir
Fræðslufulltrúi = Ásta Guðmundsdóttir
Deildarfulltrúi = Ragnheiður Ósk Guðmundsdóttir
Ritari = Anna Ingibjörg Opp
Gjaldkeri = Bjarney Rós Guðmundsdóttir

Við tökum vel á móti nýrri stjórn og óskum þeim góðs gengis!


Hér að neðan má sjá upprifjun á starfi okkar fyrir veturinn 2009 – 2010 ásamt myndum af þeim viðburðum. Við hvetjum svo alla félagsmenn að taka virkan þátt í félagsstarfinu og láta í sér heyra!

Myndir frá móttökum nýnema


















Farið var í vísindaferð á Litla-Hraun og út að borða á Eyrarbakka. Ómetanleg upplifun að fá að fara inn í fangelsið og sjá aðstöðu fanga á litla-hrauni.








Málstofa sem haldin var ásamt Mentor varðandi réttindi nemenda yfir sumartíman. Málstofan vakti mikla athygli og tókst vel. Félagsmálaráðherra og menntamálaráðherra sátu fyrir svörum nemenda.






Bíósýning á myndina Precious til styrktar Stígamóta sem haldið var í samstarfið við Mentor, vel var mætt á sýninguna og mun sá peningur sem safnað var fara í það að gefa út nýjan kynningarbækling Stígamóta.




Ásamt þessu var margt fleira sem við afrekuðum þetta árið, við fórum í sjálfboðastarf á vegum hjálparstarf Kirkjunnar þar sem við hjálpuðum við matarúthlutun, ásamt því að fara í leikhús og út að borða.
Við bjóðum nýju stjórnina velkomna og þökkum fyrir gott starf :)
Kveðja
Stjórnin












No comments: