Thursday, August 27, 2009

Aðalfundur / nýnemadjamm

Ný stjórn Ólafíu kosin!!!
4. september næstkomandi mun núverandi og jafnframt fráfarandi stjórn standa fyrir fyrsta aðalfundi Ólafíu og þar með fyrstu kosningum félagsins. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Zimsen og hefst klukkan 20:30. Ólafía mun bjóða uppá BJÓR og eitthvað gott að narta í. Við hvetjum alla framhaldsnema til að mæta og hafa gaman. Tilvalin vettvangur til að sýna sig og sjá aðra framhaldsnema deildarinnar.

Kosið er um 5 stöður og eru þær sem hér segir:

Formaður
Fræðslufulltrúi
Gjaldkeri
Ritari
Meðstjórnandi/Deildarfulltrúi framhaldsnema

Hægt er að senda framboð á maa11@hi.is eða bjóða sig fram á staðnum. Ef þú hefur einhverjar spurningar um starf félagsins eða hvað felst í þátttöku þá endilega sendu póst eða hringdu í Margréti í síma 821-7890

Stjórnarstarf er ómetanleg reynsla fyrir komandi félagsráðgjafa þar sem reynir á góða félags- og samskiptafærni, skipulags- og stjórnunarhæfileika ásamt fleiru. Félagið er í góðum tengslum við Mentor, félag félagsráðgjafanema, Félagsráðgjafafélag Íslands, kennara deildarinnar og marga aðra. Fráfarandi stjórn er sammála um það að þetta hefur verið virkilega skemmtileg og gefandi reynsla.

Góðar líkur eru á því að hið margrómaða myndband sem MA nemar sýndu á árshátíðnni í fyrra verði sýnt En þar kemur glögglega í ljós hversu fjölhæfir (verðandi) félagsráðgjafar eru.

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur öll