Friday, November 21, 2008

Vísó - Barnaverndarstofa

Föstudaginn 28. nóvember er fyrsta vísindaferð Ólafíu og stefnan sett á Barnaverndarstofu í Borgartúni 21. Við verðum þar frá 15-17 og er planið að taka smá kaffihúsaspjall á nærliggjandi kaffihúsi í kjölfarið.

Við hvetjum auðvitað alla til að mæta og fá tækifæri til að skoða húsakynni Barnaverndarstofu, fá kynningu á stofnuninni, tækifæri til þess að spyrja spurninga og ekki síst mynda tengsl við aðra félagsráðgjafa og félagsráðgjafanema.

Vísindaferðin er eingöngu ætluð Framhaldsnemum í félagsráðgjöf!!!

Tuesday, November 11, 2008

"Þær sem ekki passa sig þær eru sekar"

Fimmtudaginn 13. nóvember, mun Ólafía standa fyrir sinni fyrstu málstofu.

Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta mun koma og fjalla um kynferðislegt ofbeldi gegn konum. Hún nefnir erindi sitt "Þær sem ekki passa sig þær eru sekar".

Málstofan verður haldin í stofu N132 í Öskju frá kl. 12:25 til 13:15.

Við hvetjum alla áhugasama til þess að mæta!

Tuesday, November 4, 2008

Fyrsta samdrykkja Ólafíu

Félagsráðgjafanemar söfnumst saman og deilum þekkingu!

Ólafía félag framhaldsnema í félagsráðgjöf boðar til samdrykkju fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20.00

Staðurinn er Highlander bar, Lækjargötu 10 (beint á móti MR).

Léttvín verður selt á 700 kr. og ölið fer á 500 kr.


Kynnt verða lokaverkefni til BA prófs og eru þau eftirfarandi:

Helena N. Wolimbwa og Rebekka Júlía Magnúsdóttir : BA verkefni í félagsráðgjöf – eigindleg rannsókn á móttöku flóttamanna á Íslandi


Arndís Tómasdóttir: BA verkefni í félagsráðgjöf - Líðan lögreglumanna út frá starfsumhverfi: Er þörf á félagsráðgjafa?

Sigrún Heiða Birgisdóttir: BA verkefni í félagsráðgjöf – Atvinnuendurhæfing: Hvað svo?

Fimmtudaginn 6. nóvember stóð Ólafía fyrir samdrykkju, þar voru kynnt 3 BA verkefni - en það voru Sigrún Heiða, Arndís og Helena sem kynntu sín BA verkefni.


Á samdrykkjuna voru teknar nokkrar myndir - hérna koma þær:



























Við þökkum kærlega fyrir skemmtilegt kvöld!!