Monday, October 13, 2008

Spilakvöld á fimmtudaginn

Kæru félagsmenn, 16. október næstkomandi (á fimmtudaginn) mun Ólafía í samstarfi við Mentor standa fyrir spilakvöldi. Spiluð verður félagsvist og heitt kakó og nýbakaðar vöfflu bornar í félagsmenn. Við hvetjum ykkur til þess að fjölmenna á þennan sögulega viðburð og eiga með okkur skemmtilega kvöldstund í Árnagarði, stofu 422 frá kl. 19 - 22

Endilega skrifið í athugasemdir ef þið ætlið að skella ykkur.

Skráningin hjálpar okkur að áætla fjölda en er ekki bindandi.

-----

Thursday, October 9, 2008

Nýtt félag hefur litið dagsins ljós

Ólafía - félag framhaldsnema í félagsráðgjöf var stofnað 2. október síðastliðinn á aðalfundi Samfélagsins sem hefur horfið frá því að vera félag framhaldsnema við félagsvísindadeild Háskóla Íslands og er nú félag framhaldsnema í félags- og mannvísindadeild. Í kjölfar fundarins var farið í að semja lög, sækja um kennitölu, gera drög að dagskrá, sækja um styrk í stúdentasjóð svo fátt eitt sé nefnt.

Dagskrá Ólafíu verður kynnt innan fárra daga og er það einlæg ósk okkar að henni verði tekið vel og að félagsmenn verði duglegir að mæta á málstofur, samdrykkjur, vettvangsferðir og aðra skemmtilega dagskrárviðburði.

Nemendur í MA námi, Doktors námi og Diplóma námi í félagsráðgjöf eru aðilar að félaginu.

Félagið mun selja afsláttarkort til félagsmanna. Kortið veitir ýmsa afslætti af vöru og þjónustu auk þess sem það veitir afslætti á viðburði sem rukkað er inn á. Kortið kostar 2.500 kr. og er hægt að panta með því senda póst á olafia.fff@gmail.com
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að kaupa sér kort og styrkja og efla starf félagsins og fá um leið frábær tilboð á eftirtöldum stöðum.

Afslættir:
13% afsláttur á Serrano
15% afsláttur hjá Adam og Evu
10% afsláttur hjá Spilavinum
20% afsláttur af mat á Hressó
15% afsláttur af sóttum tilboðum hjá Wilson's Pizza
2 fyrir 1 í Háskólabíó, mán-fös *gildir ekki á ísl. myndir
10 bjóra kort á 5000 kr. á Kaffibarnum
Stór bjór á 400 kr. hjá Nýlenduvöruversluninni