Sunday, October 11, 2009

Árshátíð!!! 16. október :)

Jæja þá styttist í Árshátíðina hjá okkur, hérna eru upplýsingar varðandi hana.

Árshátíð FÍ er föstudaginn 16. október í Borgartúni 6

Veislustjóri: Þorsteinn S. Sveinsson félagsráðgjafi

Siggi Hlö mun sjá um diskótekið

Árshátiðin hefst með fordrykk í boði FÍ á þriðju hæðinni í Borgartúni 6 kl. 18.00 og er miðaverð 3.800 kr. (niðurgreitt af FÍ).

Maturinn er síðan borinn fram í Veislusetrinu í kjallaranum í Borgartúni 6. Hver og einn gerir upp fyrir sig viðveitingaþjónustuna og mikilvægt er að fá að vita um mætingu eigi síðar enmiðvikudaginn 14. október

Matseðill:
Humarsúpa með koníaki og rjómatoppi
Glóðarsteik lambafilé með Chasseur sósu
Koníaksdöðlu trufflé

Allir að mæta með góða skapið og í sínu fínasta pússi :)

Kveðja
Stjórnin

Thursday, September 17, 2009

Drög að dagskrá Ólafíu haust annar og kortin!

Jæja þá er ný stjórn tekin við og búin að funda og gera drög að dagskrá fyrir haust önnina. Mikilvægt er að allir sem huga að því að kaupa kort hjá okkur láti okkur vita sem fyrst svo hægt sé að útbúa þau. Þeir sem ætla að kaupa kort geta pantað það hjá Gerði gjaldkera gss8@hi.is kortin kosta 3500 kr og verðum við með sameiginlega afslætti með Mentor. Með því að kaupa kort hjá okkur mun viðkomandi fá niðurgreiddan árshátíðarmiða hjá Félagsráðgjafafélaginu ásmat niðurgreiðslu ýmissa atburða í vetur.

Drög að dagskrá haust annar...

16. október - Árshátíð Félagsráðgjafafélagsins - sameiginleg samdrykkja mastersnema fyrir árshátíð

30. október - Halloween partý með Mentor

5. nóvember - Málstofa (efni auglýst síðar)

Í lok nóv. byrjun des. er planið að fara öll saman út að borða og í leikhús (dagsetning auglýst síðar)

Í desember höfum við hugsað okkur að leggja okkar að mörkum til samfélagsins einn eftirmiðdag með því að taka þátt í hjálparstarfi eins og t.d. kirkjunnar (auglýst síðar)

Fundur var haldinn með Mentor og ákveðið hefur veirð að vinna í stamstarfi við þau í vetur.

Markmið félagsins er að gera starf félagsráðgjafa sýnilegt og vekja athygli á mikilvægi okkar í samfélaginu

Endilega allir að kaupa kort sem fyrst og hlökkum til að sjá ykkur í vetur.



Kveðja
Stjórnin

Wednesday, September 16, 2009

Myndir frá aðalfundi 4. spetember

Hér eru nokkrar myndir frá aðalfundi félagsins sem haldinn var á kaffi zimsen 4. sept.







Ný stjórn hefur tekið við og erum við byrjaðar að funda á fullu og plana gott starf fyrir veturinn, ný dagskrá mun birtast innan skamms hér á webnum.

Saturday, September 5, 2009

Ný stjórn Ólafíu

Fráfarandi stjórn Ólafíu vil þakka öllum sem mættu á aðalfund félagsins í gær kærlega fyrir frábært kvöld. Við erum sérstaklega ánægðar með nýkjörna stjórn Ólafíu og erum sannfærðar um að þær muni leiða frábært starf á komandi skólaári.

Stjórn Ólafíu skólaárið 2009-2010 skipa:

Thelma Þorbergsdóttir, formaður
Rannveig S. Ragnarsdóttir, fræðslufulltrúi
Gerður Sif Stefánsdóttir, gjaldkeri
Margrét Ófeigsdóttir, ritari
Arndís Tómasdóttir, deildarfulltrúi

Við viljum líka nota tækifærið og þakka öllum sem tóku þátt í starfinu með okkur síðasta vetur, þetta er búið að vera frábært, og kærar þakkir til deildarinnar fyrir gott samstarf.

Með bestu kveðju, Margrét, Sólveig, Erla, Helga og Helena

Thursday, August 27, 2009

Aðalfundur / nýnemadjamm

Ný stjórn Ólafíu kosin!!!
4. september næstkomandi mun núverandi og jafnframt fráfarandi stjórn standa fyrir fyrsta aðalfundi Ólafíu og þar með fyrstu kosningum félagsins. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Zimsen og hefst klukkan 20:30. Ólafía mun bjóða uppá BJÓR og eitthvað gott að narta í. Við hvetjum alla framhaldsnema til að mæta og hafa gaman. Tilvalin vettvangur til að sýna sig og sjá aðra framhaldsnema deildarinnar.

Kosið er um 5 stöður og eru þær sem hér segir:

Formaður
Fræðslufulltrúi
Gjaldkeri
Ritari
Meðstjórnandi/Deildarfulltrúi framhaldsnema

Hægt er að senda framboð á maa11@hi.is eða bjóða sig fram á staðnum. Ef þú hefur einhverjar spurningar um starf félagsins eða hvað felst í þátttöku þá endilega sendu póst eða hringdu í Margréti í síma 821-7890

Stjórnarstarf er ómetanleg reynsla fyrir komandi félagsráðgjafa þar sem reynir á góða félags- og samskiptafærni, skipulags- og stjórnunarhæfileika ásamt fleiru. Félagið er í góðum tengslum við Mentor, félag félagsráðgjafanema, Félagsráðgjafafélag Íslands, kennara deildarinnar og marga aðra. Fráfarandi stjórn er sammála um það að þetta hefur verið virkilega skemmtileg og gefandi reynsla.

Góðar líkur eru á því að hið margrómaða myndband sem MA nemar sýndu á árshátíðnni í fyrra verði sýnt En þar kemur glögglega í ljós hversu fjölhæfir (verðandi) félagsráðgjafar eru.

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur öll

Wednesday, March 25, 2009

Ólafía stendur fyrir vísindadegi næstkomandi föstudag (27. mars) og búið er að staðfesta komu okkar á þrjá staði; Fjölsmiðjuna, Stuðla og Ekron.

Ætlunin er að leggja af stað frá stofu 203 í Lögbergi kl 10:50 og er áætluð koma á fyrsta stað um 11:10 og verðum til 12:30 eða þar um bil. Fyrsti viðkomustaðurinn er Fjölsmiðjan og verður gaman að sjá hvað ungviðið er að bralla þar.

Eftir heimsóknina í Fjölsmiðjuna verður farið eitthvað saman og borðað.

Næsti viðkomustaður er Stuðlar. Mæting þangað er 14.30 og munum við stoppa þar í tæpa klst. Eftir Stuðla verður síðan brunað í Ekron og þar ætla þeir að taka vel á móti okkur og bjóða uppá léttar veitingar.

Þar sem dýrt er að leigja rúti fyrir heilan dag var ákveðið að við sameinumst í bíla og erum við nú þegar búin að fá tvo sjálfboðaliða til að vera á bílum, endilega látið okkur vita ef þið getið verðið akandi og boðið nokkrum Ólafíum að sitja í á milli staða.

Formleg dagskrá er lokið eftir Ekron, ef það er stuð á fólki verða tilboð á Balthazar (formely known as Viktor) og eru þau tilboð ekki af verri endanum, allir réttir á 1290 kr. og því tilvalið að skunda þangað og eiga notalega stund saman í lok dags. Þeir sem ekki eru svangir geta fengið sér eitthvað svalandi að drekka og svo er jafnvel hægt að grípa í spil ef stemning er fyrir því.

Til þess að geta látið fólkið á stöðunum vita hversu margir ætla að koma væri frábært ef þið mynduð senda staðfestingu á póst Ólafíu: olafia.fff@gmail.com

Vonumst til að sjá sem flesta!!!

Tuesday, March 10, 2009

Spilakvöld 19. mars

Ólafía og Mentor ætla að sameina krafta sína og standa fyrir frábæru spilakvöldi fimmtudaginn 19. mars frá klukkan 20:00. Fjörið verður á efri hæð Balthazar og verða tilboð í gangi fyrir korthafa Mentor og Ólafíu. Það var hörku stuð á síðasta spilakvöldi svo við hvetjum ykkur til að fjölmenna og eiga með okkur góðar stundir yfir skemmtilegum spilum.

Spilin fáum við að láni frá Spilavinum (þar sem korthafar eru með 10% afslátt) og því er sérstaklega mikilvægt að við göngum vel um spilin og séum ekki með mat og drykki á sömu borðum og spilin eru á.

Hlökkum til að sjá ykkur !!!


Balthazar verður með eftirfarandi tilboð á barnum fyrir korthafa


Bjór 0,5 kr 550.-

Húsvín hvítt eða rautt 1/1 kr 2,900

Glas Léttvíni hvítt eða rautt kr 750.-

Snafsar kr 500.-

Vodka gin rom 3 cl í gosi kr 800.-

Ávaxta bjór (Breaser) kr 750.-

Tuesday, March 3, 2009

Tabú, höldum við enn hlífiskildi yfir gerendum, hvernig hættum við því?

Þann 4. Mars n.k. mun Ólafía – Félag framhaldsnema í Félagsráðgjöf standa fyrir málstofu um kynferðislegt ofbeldi á börnum.

Fyrirlesari málstofunnar er Sigríður Björnsdóttir frá Blátt Áfram. Samtökin vinna fyrst og fremst að því að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi.

Yfirskriftin á erindi Sigríðar er eftirfarandi:

Tabú, höldum við enn hlífiskildi yfir gerendum, hvernig hættum við því?

Málstofan er frá klukkan 12.00-13.15 í stofu 105 í Háskólatorgi (HT).

Við hvetjum áhugasama til þess að mæta!

Ólafía – Félag framhaldsnema í Félagsráðgjöf