Wednesday, March 25, 2009

Ólafía stendur fyrir vísindadegi næstkomandi föstudag (27. mars) og búið er að staðfesta komu okkar á þrjá staði; Fjölsmiðjuna, Stuðla og Ekron.

Ætlunin er að leggja af stað frá stofu 203 í Lögbergi kl 10:50 og er áætluð koma á fyrsta stað um 11:10 og verðum til 12:30 eða þar um bil. Fyrsti viðkomustaðurinn er Fjölsmiðjan og verður gaman að sjá hvað ungviðið er að bralla þar.

Eftir heimsóknina í Fjölsmiðjuna verður farið eitthvað saman og borðað.

Næsti viðkomustaður er Stuðlar. Mæting þangað er 14.30 og munum við stoppa þar í tæpa klst. Eftir Stuðla verður síðan brunað í Ekron og þar ætla þeir að taka vel á móti okkur og bjóða uppá léttar veitingar.

Þar sem dýrt er að leigja rúti fyrir heilan dag var ákveðið að við sameinumst í bíla og erum við nú þegar búin að fá tvo sjálfboðaliða til að vera á bílum, endilega látið okkur vita ef þið getið verðið akandi og boðið nokkrum Ólafíum að sitja í á milli staða.

Formleg dagskrá er lokið eftir Ekron, ef það er stuð á fólki verða tilboð á Balthazar (formely known as Viktor) og eru þau tilboð ekki af verri endanum, allir réttir á 1290 kr. og því tilvalið að skunda þangað og eiga notalega stund saman í lok dags. Þeir sem ekki eru svangir geta fengið sér eitthvað svalandi að drekka og svo er jafnvel hægt að grípa í spil ef stemning er fyrir því.

Til þess að geta látið fólkið á stöðunum vita hversu margir ætla að koma væri frábært ef þið mynduð senda staðfestingu á póst Ólafíu: olafia.fff@gmail.com

Vonumst til að sjá sem flesta!!!

Tuesday, March 10, 2009

Spilakvöld 19. mars

Ólafía og Mentor ætla að sameina krafta sína og standa fyrir frábæru spilakvöldi fimmtudaginn 19. mars frá klukkan 20:00. Fjörið verður á efri hæð Balthazar og verða tilboð í gangi fyrir korthafa Mentor og Ólafíu. Það var hörku stuð á síðasta spilakvöldi svo við hvetjum ykkur til að fjölmenna og eiga með okkur góðar stundir yfir skemmtilegum spilum.

Spilin fáum við að láni frá Spilavinum (þar sem korthafar eru með 10% afslátt) og því er sérstaklega mikilvægt að við göngum vel um spilin og séum ekki með mat og drykki á sömu borðum og spilin eru á.

Hlökkum til að sjá ykkur !!!


Balthazar verður með eftirfarandi tilboð á barnum fyrir korthafa


Bjór 0,5 kr 550.-

Húsvín hvítt eða rautt 1/1 kr 2,900

Glas Léttvíni hvítt eða rautt kr 750.-

Snafsar kr 500.-

Vodka gin rom 3 cl í gosi kr 800.-

Ávaxta bjór (Breaser) kr 750.-

Tuesday, March 3, 2009

Tabú, höldum við enn hlífiskildi yfir gerendum, hvernig hættum við því?

Þann 4. Mars n.k. mun Ólafía – Félag framhaldsnema í Félagsráðgjöf standa fyrir málstofu um kynferðislegt ofbeldi á börnum.

Fyrirlesari málstofunnar er Sigríður Björnsdóttir frá Blátt Áfram. Samtökin vinna fyrst og fremst að því að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi.

Yfirskriftin á erindi Sigríðar er eftirfarandi:

Tabú, höldum við enn hlífiskildi yfir gerendum, hvernig hættum við því?

Málstofan er frá klukkan 12.00-13.15 í stofu 105 í Háskólatorgi (HT).

Við hvetjum áhugasama til þess að mæta!

Ólafía – Félag framhaldsnema í Félagsráðgjöf