Thursday, September 17, 2009

Drög að dagskrá Ólafíu haust annar og kortin!

Jæja þá er ný stjórn tekin við og búin að funda og gera drög að dagskrá fyrir haust önnina. Mikilvægt er að allir sem huga að því að kaupa kort hjá okkur láti okkur vita sem fyrst svo hægt sé að útbúa þau. Þeir sem ætla að kaupa kort geta pantað það hjá Gerði gjaldkera gss8@hi.is kortin kosta 3500 kr og verðum við með sameiginlega afslætti með Mentor. Með því að kaupa kort hjá okkur mun viðkomandi fá niðurgreiddan árshátíðarmiða hjá Félagsráðgjafafélaginu ásmat niðurgreiðslu ýmissa atburða í vetur.

Drög að dagskrá haust annar...

16. október - Árshátíð Félagsráðgjafafélagsins - sameiginleg samdrykkja mastersnema fyrir árshátíð

30. október - Halloween partý með Mentor

5. nóvember - Málstofa (efni auglýst síðar)

Í lok nóv. byrjun des. er planið að fara öll saman út að borða og í leikhús (dagsetning auglýst síðar)

Í desember höfum við hugsað okkur að leggja okkar að mörkum til samfélagsins einn eftirmiðdag með því að taka þátt í hjálparstarfi eins og t.d. kirkjunnar (auglýst síðar)

Fundur var haldinn með Mentor og ákveðið hefur veirð að vinna í stamstarfi við þau í vetur.

Markmið félagsins er að gera starf félagsráðgjafa sýnilegt og vekja athygli á mikilvægi okkar í samfélaginu

Endilega allir að kaupa kort sem fyrst og hlökkum til að sjá ykkur í vetur.



Kveðja
Stjórnin

1 comment:

Anonymous said...

Frábært hjá ykkur:)
Ég hlakka til að mæta á viðburðina!!
Gangi ykkur vel!

Kv. Sólveig:)