Wednesday, March 25, 2009

Ólafía stendur fyrir vísindadegi næstkomandi föstudag (27. mars) og búið er að staðfesta komu okkar á þrjá staði; Fjölsmiðjuna, Stuðla og Ekron.

Ætlunin er að leggja af stað frá stofu 203 í Lögbergi kl 10:50 og er áætluð koma á fyrsta stað um 11:10 og verðum til 12:30 eða þar um bil. Fyrsti viðkomustaðurinn er Fjölsmiðjan og verður gaman að sjá hvað ungviðið er að bralla þar.

Eftir heimsóknina í Fjölsmiðjuna verður farið eitthvað saman og borðað.

Næsti viðkomustaður er Stuðlar. Mæting þangað er 14.30 og munum við stoppa þar í tæpa klst. Eftir Stuðla verður síðan brunað í Ekron og þar ætla þeir að taka vel á móti okkur og bjóða uppá léttar veitingar.

Þar sem dýrt er að leigja rúti fyrir heilan dag var ákveðið að við sameinumst í bíla og erum við nú þegar búin að fá tvo sjálfboðaliða til að vera á bílum, endilega látið okkur vita ef þið getið verðið akandi og boðið nokkrum Ólafíum að sitja í á milli staða.

Formleg dagskrá er lokið eftir Ekron, ef það er stuð á fólki verða tilboð á Balthazar (formely known as Viktor) og eru þau tilboð ekki af verri endanum, allir réttir á 1290 kr. og því tilvalið að skunda þangað og eiga notalega stund saman í lok dags. Þeir sem ekki eru svangir geta fengið sér eitthvað svalandi að drekka og svo er jafnvel hægt að grípa í spil ef stemning er fyrir því.

Til þess að geta látið fólkið á stöðunum vita hversu margir ætla að koma væri frábært ef þið mynduð senda staðfestingu á póst Ólafíu: olafia.fff@gmail.com

Vonumst til að sjá sem flesta!!!

1 comment:

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.